Tannplantar (e. dental implants) koma í staðinn fyrir tennur sem hafa tapast og þar sem engar rætur eru lengur til að byggja á.
Tannplantar eru líka notaðir til að festa lausa gervigóma. Notaðar eru smellur til að festa gervigóma á tannplanta og er gómunum einungis smellt af þegar tennurnar eru hreinsaðar.
Tannplantameðferð
Áður en tannplantameðferð hefst, þarf að meta hvort kjálkabeinið sé nægjanlega gott þar sem tannplantinn verður settur.
Þegar búið er að setja tannplantann í kjálkabeinið þarf venjulega að bíða í þrjá til sex mánuði meðan beinið grær að tannplantanum.
Þegar tannplantinn er orðinn fastur í beininu er gerð afsteypa af honum og tönnunum í kring. Þá er mögulegt fyrir tannsmiðinn að smíða nýja tönn eða tennur.
Tönnin er síðan fest á tannplantann og meðferð lýkur.
Tannplantar
Framleiðendur tannplanta í heiminum eru mörg hundruð og því mikilvægt að notaðir séu þekktir og viðurkenndir framleiðendur. Á tannlæknastofunni eru aðallega notuð eftirfarandi kerfi.
Nobel Biocare- Einn þekktasti framleiðandi tannplanta í heiminum og hefur fjöldinn allur af vísindagreinum birst um þessar tegundir tannplanta. Dental Product Shopper útnefndi tannplantana frá Nobel Biocare sem bestu vöruna árið 2011. Sjá hér.
Straumann Dental Implant System- Annar vel þekktur framleiðandi með vel rannsakaða tannplanta.
Hér hefur framtönn tapast og tannplanti kominn í stað rótar.
Allar ljósmyndir af tönnum eða umhverfi sem birtast á heimasíðunni eru af verkefnum gerð á tannlæknastofunni